• Forsíða
  • Samtökin
  • Um líknarmeðferð
  • Fréttir og Námskeið
  • Fræðsluefni
  • Hjartavernd

    Líknarmeðferð er hugmyndafræði þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði einstaklinga sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma

    Lesa meira »
  • Vefsíða1

    Í líknarmeðferð er áhersla lögð á heildræna nálgun þar sem hugað er að líkamlegum, sálfélagslegum, trúarlegum og andlegum þáttum

  • Vefsíða3

    Sýnt hefur verið fram á aukin lífsgæði en einnig bættar lífshorfur þegar líknarmeðferð er veitt snemma í sjúkdómsferli

  • Vefsíða4

    Líknarmeðferð á ekki eingöngu við á lokastigum veikinda, heldur einnig snemma í veikindaferlinu, samhliða annarri meðferð

  • Vefsíða5

    Líknarmeðferð snýst um að gera einstaklingnum og fjölskyldu hans kleift að njóta dagsins eins vel og hægt er

Fréttir & námskeið

Nýjustu fréttir, fréttabréf og upplýsingar um námskeið og ráðstefnur

Nánar »

Líknarmeðferð

Kynntu þér hugmyndafræði líknarmeðferðar.

Nánar »

Samtökin

Stuðlum að framförum á sviði líknarmeðferðar með því að kynna líknarmeðferð. 

Nánar »

Fræðsluefni

Fróðleikur og greinar sem við höfum safnað saman.

Nánar »

Styrktu Lífið

Allt starf samtaka Lífsins er unnið í sjálfboðavinnu og samtökin njóta ekki opinberra styrkja

Nánar »

UMSÓKNIR & SKRÁNING

Hér er hægt að gerast félagsmaður, sækja um styrki og skrá sig á námskeið

Nánar »

Fréttir

Námsstefna Lífsins - Líknarmeðferð aldraðra - FULLBÓKAÐ

Fullbókað er á námsstefnu Lífsins þann 9.mars. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á lsl@lsl.is

10. febrúar 2023
jóla2

Jólakveðja og fréttabréf

Stjórn Lífsins sendir hugheilar óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Hér meðfylgjandi er jólafréttabréf.

22. desember 2022
WHPCD2022LOGOFINAL2

Alþjóðadagur líknarmeðferðar 8. október 2022 - Að græða hjörtu og samfélög

8. október 2022

Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert og í ár ber hann upp á laugardaginn 8. október. Markmið dagsins er að vekja athygli á líknarmeðferð og upplýsa um fyrir hvað hún stendur. Í líknarmeðferð er lögð áhersla á heildræna nálgun þar sem leitast er við að mæta líkamlegum, félagslegum, sálrænum sem og andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum fólks. Líknarmeðferð snýr að því að bæta lífsgæði þrátt fyrir ólæknandi, lífsógnandi sjúkdóm. Um leið er áhersla á mikilvægi þess að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla fjölskyldumeðlimi og því skiptir stuðningur við þau sem standa næst gríðarlega miklu máli.

Á hverju ári er á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sjónum beint að sérstökum viðfangsefnum sem ástæða er til að vekja athygli á. Í ár er yfirskriftin: Að græða hjörtu og samfélög. 

Minnt er á þá sammannlegu reynslu sem sorgin er og hvernig þörfin fyrir að græða sameinar fólk víðs vegar. Covid 19 heimsfaraldurinn olli yfir 6 milljónum dauðsfalla um allan heim. Gríðarlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfi þjóða og hefur faraldurinn orsakað bæði þjáningu og sorg. Einnig hafa stríðsátök gert það að verkum að milljónir fjölskyldna og umönnunaraðila syrgja fjölskyldumeðlimi og vini sem hafa farist, jafnframt því að upplifa félagslega einangrun og eignatjón.  

sommarblommor-1024x576

Sumarkveðja og fréttabréf lífsins

17. júní 2022

Stjórn Lífsins sendir hlýjar kveðjur til allra félagsmanna og áhugafólks um líknarmeðferð. Eftir stormasaman vetur og farsótt vonum við að sumarið færi okkur sólríka daga, góða hvíld og ánægjulegar stundir með fjölskyldu og vinum. 

Meðfylgjandi er fréttabréf sumarsins 2022.

  • Lífið samtök um líknarmeðferð
  • lsl@lsl.is