Allt starf samtaka Lífsins er unnið í sjálfboðavinnu og samtökin njóta ekki opinberra styrkja
Hér er hægt að gerast félagsmaður, sækja um styrki og skrá sig á námskeið
Stjórn Lífsins sendir félagsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár! Meðfylgjandi er Jólafréttabréf Lífsins!
Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans skrifar fræðandi blaðagrein "Þegar lífið fer á hvolf" sem birt var 13/10/2020 á Vísi.
Greinina má nálgast hér:
https://www.visir.is/g/20202024303d/thegar-lifid-fer-a-hvolf
Stjórn Lífsins vekur athygli á áhugaverðu og fræðandi viðtali Lindu Blöndal sjónvarpskonu á Hringbraut við Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur formann Lífsins. Guðlaug Helga starfar sem sjúkrahúsprestur við Líknardeild Landspítala í Kópavogi.
Tilefni viðtalsins var að upplýsa um líknarmeðferð almennt en einnig leiðrétta rangfærslur sem því miður hafa verið áberandi að undanförnu í kjölfar nýlegrar skýrslu ráðherra um dánaraðstoð. Í þeirri skýrslu gætir því miður misskilnings um hugtök, þar sem líknarmeðferð er ranglega talin vera tegund dánaraðstoðar. Alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við ofangreinda skýrslu.
Í meðfylgjandi hlekk má skoða viðtalið við Guðlaugu Helgu:
https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/21/liknarmedferd-er-ekki-danaradstod-og-sinfoniuhljomsveit-sudurlands-stofnud/
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er laugardaginn 10. október 2020
Dagurinn er haldinn ár hvert til þess að vekja athygli á líknarmeðferð og fyrir hvað hún stendur.
Um er að ræða heildræna meðferð þar sem leitast er við að mæta líkamlegum, sálrænum, félagslegum og andlegum þörfum fólks með lífsógnandi og/eða langvinna sjúkdóma sem og fjölskyldum þess. Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af líknarráðgjafateymi Landspítala, HERU - sérhæfðri líknarheimaþjónustu og á líknardeild Landspítala í Kópavogi.
Yfirskrift dagsins í ár er ,,Mín meðferð - Mín líðan".
Áhersla er á að meðferðin sé einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum hvers og eins.
Á næstu dögum verða birtir sérstakir fróðleiksmolar um líknarmeðferð á nýrri Instagram síðu Lífsins - Samtaka um líknarmeðferð:
https://www.instagram.com/lifid_samtok_um_liknarmedferd/