Nanna Friðriksdóttir sérfræðingur í hjúkrun og formaður líknarráðgjafateymisins setti málþingið með skemmtilegri tölu.
Þá tók til máls Kirsty Boyd en hún er læknir og sérfræðingur í líknarmeðferð við Royal Infirmary í Edinborg. Flutti hún afar fróðlegt erindi um mikilvægi þess að veita líknarmeðferð snemma í sjúkdómsferlinu og þvert á sjúklingahópa.
Þóra B Þórhallsdóttir, sérfræðingur í hjúkrunvið Líknarráðgjafateymi Kingston hospital í London fræddi okkur um uppbyggingu og þróun líknarmeðferðar í Bretlandi.
Að lokum fræddi Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir hjá Miðstöð foreldra og barna, okkur um leiðir til að vernda og efla starfsfólk. Afar fróðleg hugvekja, glærur fylgja ekki því erindi.