Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir formaður Lífsins kynnir í þessu myndbandi frá Landspítala alþjóðlegan dag líknarmeðferðar sem er verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. október. Yfirskrift þessa árs er ,,Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og líknarmeðferð á alþjóðavísu”. Með henni er lögð áhersla á að vekja almenning, fagfólk og stjórnvöld til vitundar um aðgengi að líknarmeðferð í hverju landi, að jafnræðis sé gætt milli þeirra sem þurfa á meðferðinni að halda og auk þess vakin athygli á kostnaði við meðferð sem getur í mörgum tilfellum verið hindrun fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Minnt er á að ekki megi skilja þau eftir sem þjást vegna langt gengins ólæknandi sjúkdóms og lönd hvött til þess að efla aðgengi að líknarmeðferð. http://www.thewhpca.org/world-hospice-and-palliative-care-day
Lífið