• Forsíða
  • Umsóknir og skráning
  • Samtökin
  • Um líknarmeðferð
  • Fréttir og Námskeið
  • Fræðsluefni
  • Lífið

    Fréttir og námskeið

  • Fréttabréf Lífsins

Samvera á aðventu

7. desember 2016

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur í Grafarvogskirkju 8. desember

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur verður haldin í Grafarvogskirkju 8. desember 2016 og hefst kl. 20:00.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir leiðir stundina,

Erfitt getur verið að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran sem haldin er nú í sautjánda sinn er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.

Hamrahlíðakórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Jóhannes M. Gunnarsson læknir les ritningarlestur.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju.

Í lok stundarinnar verður haldin minningarstund þar sem kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna.
Boðið verður upp á léttar veitingar að stundinni lokinni. Samveran er túlkuð á táknmáli

  • Lífið samtök um líknarmeðferð
  • lsl@lsl.is