Lífið - samtök um líknarmeðferð hefur staðið að árlegum námskeiðum fyrir fagfólk undanfarin ár. Að þessu sinni mun vera lögð áhersla á mikilvægi þess að veita fjölskyldu og aðstandendum sérstaka athygli í alvarlegum veikindum. Námskeiðið ber því yfirskriftina:
Hluti af heild: Fjölskyldan og alvarleg veikindi
Námskeiðið verður í Háteigskirkju miðvikudaginn 26. apríl 2017. Dagskráin, sem spannar allan daginn, hefst kl. 8.30 en húsið opnar kl. 08.00. Dagskráin er í smíðum en verður birt á næstu dögum. Hvetjum við félagsmenn og alla þá sem hafa áhuga á málefnum líknarmeðferðar að taka daginn frá.
Skráning fer fram á vef Lífsins (lsl.is - Umsóknir og Skráning), þátttökugjald er 13.000 kr. fyrir félagsmenn, 18.000kr. fyrir aðra, en námsmenn borga 9.000kr. Innifalið í verði er hádegisverður og aðrar veitingar. Við minnum á styrki stéttarfélaga til að fá ráðstefnugjald endurgreitt.
Vonumst til að sjá þig.