• Forsíða
  • Umsóknir og skráning
  • Samtökin
  • Um líknarmeðferð
  • Fréttir og Námskeið
  • Fræðsluefni
  • Lífið

    Fréttir og námskeið

  • Fréttabréf Lífsins

Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar 13. október 2018

12. október 2018

Lífið vekur athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar (World Hospice and Palliative Care Day) sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 13. október 2018.

Í ár er yfirskriftin "Because I matter" eða "Vegna þess að ég skipti máli".

Markmið með alþjóðlegum degi líknarmeðferðar hefur verið að breiða út boðskap og auka aðgengi að líknarmeðferð á alþjóðavísu. Það er þörf á vitundarvakningu og auknum skilningi á þörfum einstaklinga með lífsógnandi sjúkdóma, hvort sem þarfirnar eru af læknisfræðilegum, sálfélagslegum eða tilvistarlegum/trúarlegum toga.

Þema ársins 2018 snýr að reynslu þeirra sem þurfa eða hafa þurft á líknarmeðferð að halda, sjúklinga og aðstandenda.

Sjá nánar á eftirfarandi slóð http://www.thewhpca.org/world-hospice-and-palliative-care-day

Fylgist einnig með á Twitter #BecauseIMatter

  • Lífið samtök um líknarmeðferð
  • lsl@lsl.is